Svana Söngkona
 
unnamed.jpg

Taktu mig Tangó

Innilegar og einlægar sögur frá lífinu og lífinu í Argentínu. Greint og glaðst yfir texta og tilfinningum. Rússíbani sem sendir mann til Argentínu í huganum. Flestir segjast vera þar í nokkrar vikur eftir sýninguna.

 

„Ég sá tangótónleika Svanlaugar sumarið 2017. Krafturinn og túlkunin á þessum flutningi hjá henni greip allan áhorfendaskarann. Ég bæði grét og hló á tónleikunum og það kom í  ljós að ég var ekki sú eina. Það á að gefa svona manneskjum tækifæri til að stunda list sína. Það er ekki spurning.“
                              Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona.

 

 
Svana whats beyond.jpg

Hvað er bak við ystu sjónarrönd?

Landnámsmennirnir þorðu. Þorir þú? Hvernig líður þeim sem hefur sett allt sem hann á á einn bát og lagt af stað í leit að betra lífi? Manni sem sér ekki lengur landið sem hann hefur lagt að baki og veit ekki hvernig landið sem hann er að leita að lítur út? 

Ein-söng-leikurinn „Hvað er bak við ystu sjónarrönd“ leiðir okkur inn í tilfinningaferðalag forfeðranna, landnámsmannanna. Voru þeir hugrakkir og stórhuga eða ringlaðir og fífldjarfir? Við fylgjumst með einum þeirra, Ísgerði, undirbúa ferðina yfir hafið, takast á við þær hættur sem þar bíða og berjast fyrir því sem hún telur rétt hverju sinni. 

Verkið hefur meðal annars verið áður sett upp í tengslum við listahátíðina Art Fart, Airwaves, fyrir alþjóðlega ráðstefnuhópa og starfsmannahópa. Það hefur verið sett upp á íslensku, ensku og spænsku. Lög í sýningunni eru meðal annars: Krummi svaf í klettagjá, Bíum bíum Bambaló, Dómar heimsins dóttir góð, Ljósið kemur langt og mjótt.

„Ég hef aldrei grætt svona mikið á því að fara í leikhús!“
                               Ónefndur áhorfandi 

 

 

 
IMG_5410.jpg

Í hennar sporum

Skór eru svo sérstakir. Þeir eru alls konar í laginu, alls konar á litinn og fjölbreytilegir eftir tísku. Það skipti máli að eiga nesti og nýja skó þegar að ævintýrin hófust og enn hefjast mörg ævintýri á nýju pari. Fyrsta ballið, útskriftin, brúðkaupið. Skór sem glöddu, skór sem mörkuðu tímamót og skór sem tengdust ástarsorg. Konan sem eignaðist bara eitt par á ævinni og hin sem átti tvö hundruð og vildi fleiri. Skór og konur…eilíf ástarsaga.

Söngkonan Svanlaug Jóhannsdóttir hefur leitað uppi skópör sem eiga sér sögu. Saga kvennanna og skóna, rómantíkin, gleðin og átökin, er sögð með sögum og söngvum, tónist úr öllum áttum.

Sýningin þótti ein af frumlegustu viðburðum Menningarnætur árið 2017.

Einnig var fjallað um hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 

 

„Eftir tónleikana var ég harðákveðin í að sinna sjálfri mér betur og fara að huga að því sem gleður mig.“
                                Eva Sigríður Ólafsdóttir, sérfræðingur

 

 
292573_10150617805826555_1843863073_n.jpg

Tangó Tár

Sönn saga byggð á lífi barnastjönunnar Pablito Martin. Sagan skoðar hversu mikilvægt það er fyrir einstaklinginn að svara köllun sinni. Argentísk tangó tónlist er í aðalhlutverki. Fyrst sýnt á Menningarnótt í Reykjavík sumarið 2011. Verkið hefur verið sýnt nokkrum sinnum á Íslandi, á Spáni árið 2013 og í Noregi árið 2014. Á íslensku, spænsku og ensku.

“Tangóstjarna er fædd! Svanlaug Jóhannsdóttir söng lög frá Buenos Aires í kvöld þannig að gæsahúð, hlátur og tár blönduðust saman í sæluhrolli.  Þegar kemur að tangóinum er hún í ALGJÖRUM sérflokki. Þvílíkur tilfinningahiti, þvílík túlkun, þvílíkt músíkalítet og þvílík rödd!“ 
                              Hallveig Rúnarsdóttir, óperusöngkona

 

 
3.jpg

Þitt fyrsta skref

Dóra dúkkusmiður er kona með mikið sjálfstraust fer í ferðalag til þess að finna hvernig börn geta orðið hamingjusöm. Leitar að hamingjunni víðs vegar. Kemst að því smátt og smátt að börnin þurfa helst sjálfstraust til þess að geta búið sér sjálf til hamingju og sjálfstraustið fá þau með því að eiga elskandi foreldra sem að treysta á þá.

Sýningin var skrifuð til þess að vera vettvangur umræðu fyrir tilvonandi foreldra.

„Sem textasmiður er Svanlaug smekkvís, hnyttin og dramatísk þegar það á við. Það er unun að tónlistinni og þessum djarflega og stundum ögrandi flutningi“
                              Árni Hartarson

 
tonadillas myndir.jpeg

Ástir Goya með eyrum Granados

Í ljóðaflokknum Tonadillas mynda ellefu stutt lög eitt verk. Líkt og málverk á málverkasýningu veita þau okkur innsýn í augnablik, stundir og uppgötvanir og mynda heild án þess kannski að segja alla þá sögu sem tengja þau saman.

Verkefni um samskipti. Áhorfandanum er boðið að upplifa tónlist Enrique Granados sem var öll unnin með innblástri frá málverkum Goya.  Svo skoðum við afhverju og hvernig þau voru samin. Á sama tíma fær áhorfandinn tækifæri til þess að mála með vatnslitum og túlka tóna í litum. Í lok kvöldsins berum við það svo saman við verk Goya.

„Innilegar þakkir fyrir ógleymanlega samveru á tónleikunum í kvöld. Þú hefur töfrandi sviðsframkomu, magnaða rödd og líkama, sem syngur með röddinni.  Vertu nú dugleg að koma þér á framfæri. Mér finnst, að þjóðin meigi ekki missa af þér.  Gangi þér allt í haginn - þú hefur allt til að bera.“
                              Bryndís Schram, sjónvarpskona.

 
13829_10152409989796555_2340301254478420761_n.jpg

Orquesta á Spáni

Svana var búsett um fimm ára skeið á Spáni þar sem hún vann með hljómsveit frá borginni Talavera sem er á stærð við Reykjavík. Hún kom reglulega fram með hljómsveitinni á tónleikum og á verðlaunaafhendingum. 

 
17353392_10154937431550446_2212664998478647045_n.jpg

Tónleikar Gretu Salóme og Alexander Rybak

Svana er oftast að gera eitthvað á eigin vegum og var því alsæl þegar hún fékk að leikstýra tónleikum Gretu Salóme í Eldborg og Hofi. 

 
26239055_979104668908932_580269301111458002_n.jpg

Ævintýrið um Norðurljósin

Svana var sögumaður í frumflutningi íslensku barnaóperunnar „Ævintýrið um Norðurljósin" sem samin var af Alexandra Chernyshova.