Svana Söngkona
 
20171013220733-01.jpeg

sögur sem
snerta
 

Svana, Svanlaug Jóhannsdóttir, er söngkona sem segir sögur. Hún leitar leiða til þess að hreyfa við fólki. Henni þykir vænt um fólk. Hún er öðru fremur einlæg og óhrædd við að vera ófullkomin.  
Svana hefur búið í Ecuador, Argentínu, London, Barcelona og nú síðast í spænskri sveit. Hún þarf alltaf reglulega að búa á Íslandi líka. 

 
20171013205704-01.jpeg

áhersla á 
innihald

Sýningar Svönu snúast alltaf um það að fá fólk til þess að hugsa. Hugsa fallega um sjálfan sig og náungan. Koma á óvart og láta áhorfandann vera á tánum, fá gæsahúð, hlæja og kannski gráta nokkrum tárum. 

 
20171013220916-01.jpeg

„bara aldrei upplifað annað eins“

— Gunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður.

valdeflandi
í sjálfu sér

Svana er fenómen. Áður óþekkt stærði á íslensku tónleikasviði. Að verða vitni að því að einhver gengur svona langt, spilar með skilningarvit okkar og hikar ekki eitt augnablik er valdeflandi í sjálfu sér jafnt fyrir þátttakendur í sýningunni sem gesti í sal. Það tekur Svanlaugu um það bil tuttugu sekúndur, nokkur skref að hljóðnema, eina setningu, lokkandi og storkandi í senn, að ná áhorfendum í lófa sér.
Og þar heldur hún húsinu, hverjum einstaklingi og öllum hópnum, við sjáum hana og hún okkur, á augabragði. Þessi performer kann að setja sig í senu, mynda spennuboga og samhengi, ögra og hughreysta í senn. Get ekki beðið eftir næsta skammti.
"

 

Hlín Pétursdóttir Behrens

Söngkona, kennari og formaður FÍT
 Félags íslenskra tónlistarmanna
– klassískrar deildar FÍH